Sakramentið
Ólafur Jóhann Ólafsson

Sakramentið

Fullt verð 3.990 kr 0 kr
Nemandi í Landakotsskóla verður vitni að því þegar séra Ágúst Frans skólastjóri hrapar niður úr turninum á Kristskirkju. Tveimur áratugum síðar vill drengurinn hitta nunnuna sem í aðdraganda þessa atburðar var fengin til að rannsaka framkomu skólastjórans við nemendur. Kynni hennar af Íslandi og Íslendingum umturnuðu lífi hennar og hún er enn með hugann við snjóinn í kringum svarta kirkjuna og skólahúsið hjá kirkjunni og líkið í snjónum.

Sakramentið er stórbrotin skáldsaga um sekt og sakleysi, ást og eftirsjá, yfirhylmingu og leynd, vald – og okkar minnstu bræður.

Hér sýnir Ólafur Jóhann Ólafsson allar sínar bestu hliðar: sagan heldur lesandanum föngnum, persónurnar eru ljóslifandi  og efnið áhrifamikið. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar, bæði heima og erlendis, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin og O. Henry verðlaunin í Bandaríkjunum.

Sakramentið er 346 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.

„[Ólafur Jóhann hefur] ritað margar af betri skáldsögum síðari ára. Með ákveðinni tilvísun í atburði liðinna tíma býr hann til nýjan heim sem fær aukinn trúverðugleika hjá lesandanum. Þegar þessu er blandað saman við hin ótrúlegu stílbrögð Ólafs, sem njóta sín ekki síst í nákvæmum náttúrulýsingum og hugrenningum söguhetju, verður til samspil fegurðar og dýptar sem fáir geta leikið eftir. … Skáldsögur Ólafs Jóhanns eru yfirleitt auðveldar aflestrar en skilja samt eftir sig djúp spor. Þetta er sorglega saga, með djúpan undirtón sem lætur engan ósnortinn. Lítið meistaraverk.“ ****1/2 Karl Garðarsson, DV

„Virkilega spennandi … Ótrúlega heillandi.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni 

„Frábærlega teiknaður karakter … Minnisstæðasta sem ég hef lesið í þessu flóði. … Verður ekki toppað. … Fantagóð bók.“ Þorgeir Tryggvasvon, Kiljunni  

„Meistaraverk“ Gísli Helgason 

„Algjörlega mergjuð“ Björg Magnúsdóttir, Rás 2 

„Maður fær tár í augun“ Snæbjörn Arngrímsson, kaktusinn.is 

„Sálarangist, trúarefa, ást í meinum og níðingshætti kirkjunnar manna vefur Ólafur Jóhann hér saman af alkunnri kúnstÖrlagasaga úr reykvískum samtíma undra nærri okkur.“ Páll Baldvin Baldvinsson


Fleiri bækur