Bjartur
Nigella á ítölskum nótum
Fullt verð
2.990 kr
Þegar ítalskri matargerðarlist og Nigellu Lawson er slegið saman hlýtur eitthvað stórkostleg að gerast. Hér sýnir hún og sannar með tæplega 100 uppskriftum hvers hún er megnug þegar hún eldar á ítölskum nótum. Gælt er við bragðlaukana, stundum með óvæntum útúrdúrum, og ekki spillir fyrir að réttina er einfalt og fljótlegt að matreiða.
Nigella er ástríðufullur aðdáandi ítalskrar matargerðar og gefur hér uppskriftir í máli og myndum að réttum sem hún hefur þróað í áranna rás – en allir eiga þeir sér þó djúpar rætur í ítalskri matargerðarlist. Einnig er hér að finna spennandi fróðleik um ítalska matreiðslu og hagnýt hollráð.
Girnileg bók með ómótstæðilegum réttum