Myrknætti
Ragnar Jónasson

Myrknætti

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Illa útleikið lík finnst á afskekktum stað í Skagafirði. Ari Þór Arason, lögreglumaður á Siglufirði, glímir við rannsókn morðmálsins ásamt því að reyna að koma reiðu á eigið líf. Reykvísk sjónvarpsfréttakona sýnir málinu mikinn áhuga og heldur norður í leit að upplýsingum um morðið og hinn myrta. Á sama tíma bíður ung nepölsk kona dauða síns, lokuð inni í myrkri á óþekktum stað á Íslandi. Saman fléttast þessir þræðir í spennuþrungna frásögn þar sem ekkert er sem sýnist.

Ragnar Jónasson hefur hlotið verðskuldað lof, bæði heima og erlendis, fyrir verk sín og var Snjóblinda meðal annars valin ein af fjórum bestu bókum haustsins 2011 í þýskum fjölmiðlum. Þýski útgáfurisinn Fischer Verlage hefur tryggt sét útgáfuréttinn á Myrknætti.

 Úr dómum um Myrknætti:

 „Það er ekki hægt annað en óska höfundi til hamingju með Myrknætti … Ragnar heldur lesandanum alltaf vel við efnið og spennan eykst rækilega undir lokin.“ Ingvi Þór Kormáksson, bokmenntir.is

 „Myrknætti er hans besta bók … Ragnari tekst vel að flétta mörgum sögum saman í Myrknætti og ljóst er að hann nær æ betri tökum á því formi sem hann hefur valið sér.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, Fréttablaðinu

 „Ragnar Jónasson sýnir í þessari bók að hann er efnilegur höfundur. 

Hann byggir söguna upp af vandvirkni og býr til ágæta fléttu.“ Karl Blöndal, Morgunblaðinu

 Myrknætti er 280 blaðsíður að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu en bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur