Merkiskonur sögunnar
Kolbrún S. Ingólfsdóttir

Merkiskonur sögunnar

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Mannkynssagan hefur aðallega snúist um Evrópu og einkum og sér í lagi karlmenn. Í þessari stórfróðlegu bók, Merkiskonur sögunnar, er fjallað um 33 konur í veraldar- og Íslandssögunni sem settu mark á samtíð sína – og þar með söguna – og létu ekki hlut sinn svo auðveldlega þegar kom að breytingum og völdum.

Sumar af söguhetjum þessarar bókar eru vel þekktar, svo sem Kleópatra, sem var síðasti faraóinn, og Elísabet I. sem lagði grunninn að heimsveldi Breta. Færri hafa vitað um konur á borð við Hatsepút, fyrstu konuna sem ríkti sem þjóðhöfðingi í Egyptalandi, og Yehonölu keisaraynju, en hún er ein valdamesta konan í sögu Kína.

Hér segir frá merkiskonum sögunnar frá örófi alda til loka 19. aldar er tími hinnar eiginlegu kvennabaráttu gekk í garð. Kolbrún Ingólfsdóttir bregður hér lifandi ljósi á kvenskörunga fyrri tíðar í áhugaverðri bók sem á brýnt erindi við konur á öllum aldri.

Merkiskonur sögunnar er 326 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Helgi Hilmarsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur