Pedro Gunnlaugur Garcia
Málleysingjarnir – ný og endurskoðuð útgáfa
Fullt verð
4.400 kr
Tilboðsverð
5.300 kr
Rúmenía 1989: Mihail er ellefu ára, einrænn rúmenskur piltur sem býr við þröngan kost í Búkarest þegar forsetahjónin eru tekin af lífi í þjóðfélagsbyltingu. Algjör ringulreið ríkir – sem hefur mikil áhrif á fjölskyldu og allt hans umhverfi.
Ísland 2000: Unglingarnir Bergþóra og Finnur eru samræmd systkini þótt ólík séu, hún luraleg og félagsfælin en hann á hraðri leið „í gráðugan faðm vaxandi klámfíknar.“ Heimili þeirra er í upplausn, foreldrarnir á barmi skilnaðar en leita leiða til að láta hlutina ganga upp.
Málleysingjarnir, fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst út árið 2019 og seldist upp. Hún kemur hér í nýrri og endurskoðaðri útgáfu. Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022 fyrir skáldsögu sína Lungu.
„Ein athyglisverðasta bók ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
„Skrifað af feikilegu öryggi ... Rosalega mögnuð bók.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan
„Einhver áhugaverðasta frumraun íslensks höfundar í langan tíma.“ Þorsteinn Vilhjálmsson, Lestrarklefinn, RUV
„Sjónarhorn sem sannarlega eru nýstárleg og forvitnileg ... ekki á hverjum degi sem ungur höfundur kemur fram með svo metnaðarfulla fyrstu skáldsögu og með nánast öll eilífðarmálin undir.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá, Rás 1
„Vel heppnað verk sem lofar mjög góðu sem fyrsta skáldsaga höfundar með nýjar og spennandi hugmyndir.“ Óttar Kolbeinsson Proppé, Frbl.
„Ferskasta íslenska skáldsagan sem ég hef lesið í langan tíma.“ Tómas Ævar Ólafsson, bóksali
Um Lungu:
„Hér er sleginn nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með töfrandi frásagnargleði.“ Úr umsögn dómnefndar um Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 um Lungu
„Ég hafði feikilega ánægju af að lesa þessa bók ... Hún svoleiðis gleypir mann í sig.“ Egill Helgason, Kiljan
Ísland 2000: Unglingarnir Bergþóra og Finnur eru samræmd systkini þótt ólík séu, hún luraleg og félagsfælin en hann á hraðri leið „í gráðugan faðm vaxandi klámfíknar.“ Heimili þeirra er í upplausn, foreldrarnir á barmi skilnaðar en leita leiða til að láta hlutina ganga upp.
Málleysingjarnir, fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst út árið 2019 og seldist upp. Hún kemur hér í nýrri og endurskoðaðri útgáfu. Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022 fyrir skáldsögu sína Lungu.
„Ein athyglisverðasta bók ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
„Skrifað af feikilegu öryggi ... Rosalega mögnuð bók.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan
„Einhver áhugaverðasta frumraun íslensks höfundar í langan tíma.“ Þorsteinn Vilhjálmsson, Lestrarklefinn, RUV
„Sjónarhorn sem sannarlega eru nýstárleg og forvitnileg ... ekki á hverjum degi sem ungur höfundur kemur fram með svo metnaðarfulla fyrstu skáldsögu og með nánast öll eilífðarmálin undir.“ Gauti Kristmannsson, Víðsjá, Rás 1
„Vel heppnað verk sem lofar mjög góðu sem fyrsta skáldsaga höfundar með nýjar og spennandi hugmyndir.“ Óttar Kolbeinsson Proppé, Frbl.
„Ferskasta íslenska skáldsagan sem ég hef lesið í langan tíma.“ Tómas Ævar Ólafsson, bóksali
Um Lungu:
„Hér er sleginn nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með töfrandi frásagnargleði.“ Úr umsögn dómnefndar um Íslensku bókmenntaverðlaunin 2022 um Lungu
„Ég hafði feikilega ánægju af að lesa þessa bók ... Hún svoleiðis gleypir mann í sig.“ Egill Helgason, Kiljan