Leyndarmál húðarinnar
Yael Adler

Leyndarmál húðarinnar

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Húðin er um tveir fermetrar að stærð og umvefur allt það sem við erum. Húðin tengir okkur við umheiminn, hún getur sent og móttekið og hún nærir skilningarvit okkar. Hún er á sinn hátt eitt mikilvægasta kynfærið og spegill sálarinnar; hrífandi hylki utan um líf okkar – og á sama tíma risastór lífrænn pottur fyrir bakteríur, sveppi, vírusa og sníkjudýr.

Hér fjallar húðsjúkdómalæknirinn Yael Adler á lifandi og skemmtilegan hátt um húðina og leyndarmál hennar, bæði það fallega sem við njótum og það ljóta sem við hræðumst og hötum. Hún er óhrædd við að taka til umfjöllunar málefni sem eru umvafin leynd og fordómum, veitir fjölmörg hollráð og opnar fyrir nýja sýn á húðina sem gæti hjálpað þér við að bjarga eigin skinni og lifa í betri sátt við sjálfan þig.

Bókin hefur vakið mikla athygli, hlotið lofsamlega dóma og fer nú sigurför um heiminn.

„Sérlega upplýsandi og sniðug bók.“
Bild am Sonntag

„Í senn fróðleg og skemmtileg.“
Buchreport Spezial

Leyndarmál húðarinnar er 309 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Jón Ásgeir hannaði kápuna. Bókin er prentuð í Eistlandi.


Fleiri bækur