Laðaðu til þín það góða
Sigríður Arnardóttir - Sirrý

Laðaðu til þín það góða

Fullt verð 3.990 kr 0 kr

Sumir virðast ævinlega vera sólarmegin í lífinu og með bros á vör á meðan erfiðleikarnir leita aðra stöðugt uppi. En getur verið að þar vegi aðstæðurnar ekki endilega þyngst heldur viðhorf okkar sjálfra?

 Í þessari áhugaverðu og uppbyggilegu bók fjallar Sirrý um fjölmarga þætti daglegs lífs, framkomu okkar hvert við annað og hvaða augum við lítum tilveruna. Textinn er í senn lipur, lifandi og persónulegur og er hér meðal annars að finna upplýsandi reynslusögur, hagnýt verkefni og notadrjúg hollráð.

 Eftir mörg ár sem vinsæl fjölmiðlakona sendir Sirrý nú frá sér sína fyrstu bók. Hún er félags- og fjölmiðlafræðingur að mennt og hefur haldið fyrirlestra og námskeið af ýmsu tagi um mannleg samskipti og leiðir til að lifa hamingjuríkara lífi.

 Verum okkar eigin fararstjórar í lífinu. Eyðum ekki tímanum í að aka í austur þegar við ætlum í vestur.

 „Sirrý sýnir okkur hvernig við getum valið að ná öllu því ánægjulega út úr lífinu. Hvetjandi lesning!“ – Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs

 Laðaðu til þín það góða er 191 blaðsíða að lengd. Birna Geirfinnsdóttir og Lóa Auðunsdóttir hönnuðu kápu og innsíður bókarinnar sem er prentuð í Odda. 


Fleiri bækur