Kýrhausinn – tækni Les Tours
Kýrhausinn – tækni Les Tours
ritstjórn: Hrönn Hilmarsdóttir, Jón Karl Helgason, Kristján Jóhann Jónsson og Sigríður Steinbjörnsdóttir
Þessi bók flettir ofan af helstu brögðum Jacques Les Tours í þeirri sígildu bardagaíþrótt sem við hann er kennd. Þeir sem hafa á annað borð náð tökum á tækni Les Tours (einnig nefnd lesleikni) bera undantekningarlítið sigurorð af bókstaflegum andstæðingum sínum. Þar að auki hafa margir þeirra þótt líklegir til afreka á hinum svonefnda ritvell … Bókin er byggð upp af röð æfinga sem ýmist reyna á ólíka þætti í lesleikni eða þjálfa færni lesenda á hinum viðsjárverða ritvelli.
Jacques Les Tours (1901-2001) var franskur fræðimaður, íþróttamaður, uppfinningamaður og ofurhugi. Hann var fremur seinþroska í æsku en hafði þann einstæða hæfileika að nálgast öll viðfangsefni með svo markvissum hætti að áður en yfir lauk hafði hann náð á þeim meistaratökum.
Kýrhausinn er nýstárleg kennslubók í íslensku, ætluð nemendum á fyrsta ári í framhaldsskólum. Jacques Les Tours vísar lesendum veginn inn í 21. öldina.