Krabbagangur
Günter Grass

Krabbagangur

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Krabbagangur er umtalaðasta skáldsaga Günters Grass síðan Blikktromman kom út fyrir meira en fjörutíu árum. Sagan fjallar um mesta skipsskaða allra tíma þegar sovéskur kafbátur sökkti Wilhelm Gustloff í Eystrasalti að morgni 31. janúar 1945. Um borð voru yfir 10.000 Þjóðverjar; hermenn, sjómenn, áhöfn og flóttamenn, en talið er að á meðal farþega í þessari örlagaríku ferð hafi verið um fjögur þúsund börn. Tæplega átta þúsund manns fórust með skipinu.

Krabbagangur er hvorttveggja í senn magnþrungin frásögn af hrikalegum harmleik á sjó og vægðarlaus saga um það hvaða augum ólíkar kynslóðir Þjóðverja líta fortíðina.

Günter Grass er einn merkasti höfundur samtímans og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1999.

Bjarni Jónsson þýddi Krabbagang.


Fleiri bækur