Konurnar á ströndinni
Tove Alsterdal

Konurnar á ströndinni

Fullt verð 0 kr 0 kr

Ung kona finnur lík af svörtum manni á ferðamannaströnd á Spáni. Skammt þar frá tekst annarri konu, ólöglegum innflytjanda sem hrakist hefur yfir hafið, að komast í land. Í New York reynir leikmyndahönnuðurinn Ally Cornwall án árangurs að ná sambandi við eiginmann sinn sem er þekktur rannsóknarblaðamaður. Hann hafði farið til Parísar í upplýsingaleit vegna greinar um mansal og þrælahald. Ally heldur til Frakklands í leit að manni sínum – í ferð sem breytist í spennuþrunginn eltingarleik um myrkustu skúmaskot Evrópu og leyndustu afkima mannssálarinnar. Leiðir kvennanna þriggja liggja síðan saman með afdrifaríkum hætti. Jón Daníelsson þýddi.

 „Besta spennusagan í ár.“ – Expressen

 „Ein af fimm bestu bókum ársins.“ ****** – Berlingske Tidende

 „Einstaklega vel saman sett spennusaga með frábærri persónusköpun.“  ***** – Politiken

 „Hefur allt til að bera sem einkennir norrænar spennusögur – spennu, gæði og þjóðfélagsgagnrýni – og auk þess alþjóðlega vídd. Sænskir gagnrýnendur hafa rétt fyrir sér þegar þeir segja: Þetta er alþjóðleg spennusaga í hæsta gæðaflokki.“ – Liza Marklund

 Konurnar á ströndinni er 392 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut um og hannaði innsíður en Niklas Lindblad hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur