Kaffihús tregans
Carson McCullers

Kaffihús tregans

Fullt verð 990 kr 0 kr

Flest leikur í höndunum á ungfrú Amelíu. Samt hefur hún ævinlega búið ein – fyrir utan hjónabandið sem entist í tíu daga. En þegar kroppinbakurinn Lymon frændi birtist er öllum ljóst að Amelía er ástfangin og saman breyta þau versluninni hennar í kaffihús, eina samkomustaðinn í bænum. Svo snýr eiginmaðurinn, sem hún varpaði á dyr, aftur úr fangelsi þar sem hann hefur lært eitt og annað.

Fáir hafa túlkað einmanaleika og leitina að ástinni af viðlíka listfengi og bandaríska skáldkonan Carson McCullers (1917-1967). Hún var rétt rúmlega tvítug þegar fyrsta skáldsaga hennar The Heart is a LonelyHunter kom út og hlaut gífurlega góðar undirtektir. Kaffihús tregans birtist fyrst í tímaritinu Harper´s Bazaar árið 1943 og skipaði henni á bekk með fremstu rithöfundum Bandaríkjanna á 20. öld.

Hrífandi og tregafull saga um þráhyggju og afbrýði í sérstökum ástarþríhyrningi.

Þýðandi er Óskar Árni Óskarsson.
Óskar Árni er tilnefndur til Þýðingarverðlaunanna í ár, fyrir þessa þýðingu.

Isbn: 978-9935-423-07-8            
Leiðb. verð: 2480
Kápu hannaði Ólafur U. Kristjánsson
Prentuð í Odda.

Bókin kemur út í hinum magnaða neon-bókaflokki: neon antik.

* * * * * 
„Þetta er knöpp en frábærlega skrifuð saga um ástir, átök og trega, og um eðli manna, sem getur verið svo óskiljanlega grimm.“ 

Einar Falur, Morgunblaðið, 20. desember 2010


Fleiri bækur