Hús dags, hús nætur
Olga Tokarczuk

Hús dags, hús nætur

Fullt verð 4.000 kr 0 kr

Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu, og með aðstoð Mörtu, hins dularfulla nágranna síns, streyma sögurnar fram – til dæmis af lífi dýrlingsins sem bærinn dýrkar, af manninum sem vinnur allar spurningakeppnir í útvarpinu á hverjum degi og af þeim sem olli alþjóðlegri spennu með því að deyja á landamærunum, með annan fótinn á pólskri grund en hinn á tékkneskri. Sérhver saga er eins og múrsteinn í sögu bæjarins sem smám saman hlaðast upp og spegla enn stærri mynd. 

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2022. Olga fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2018.

Árni Óskarsson þýddi.

„Stórkostlegur höfundur.“ Svetlana Aleksíevítsj, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 2015

„Janina Duszejko er einhver magnaðasta bókmenntapersóna og skemmtilegasti en jafnframt bölsýnasti og bálreiðasti sögumaður sem hefur sprottið fram á síðum bókmenntanna um langa hríð.“ Magnús Guðmundsson, Orð um bækur

„Mikið ofboðslega er þessi höfundur brillíant, þvílík viska og hugmyndaflug ... mjög fyndin ... aðalpersónan gjörsamlega mögnuð ... betri bók er varla á markaðnum í dag.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Algjör snillingur ... líklega besti höfundur heimsins í dag". Egill Helgason, Kiljunni

„Falleg, fyndin, stundum svolítið upphafin, en marg­ slungin og lúmsk.“ Helga Soffía Einarsdóttir


Fleiri bækur