Syndafall
Yrsa Sigurðardóttir

Syndafall

Fullt verð 7.000 kr 0 kr

Ung kona heyrir stöðugt ókennilegan grátur eftir að hún lætur græða kuðung í eyrað en hún missti heyrnina í æsku. Hvaðan koma þessi hljóð? Rithöfundur leggur land undir fót um hávetur til að heyja sér efni í skáldsögu sem hann hyggst byggja á dramatískum atburðum í sögu fjölskyldunnar – en það fer ekki alveg eins og hann ætlaði. Og kona sem lifað hefur í skugga ofbeldis sem hún var beitt fyrir áratugum leitar réttlætis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Yrsa Sigurðardóttir fléttar hér listilega saman ólíka þræði sem virðast algjörlega ótengdir en undir brothættu yfirborðinu lúrir ógæfan ...


Fleiri bækur