Hrossafræði
Ingimar Sveinsson

Hrossafræði

Fullt verð 7.500 kr 0 kr

Hrossafræði eftir Ingimar Sveinsson er einstaklega aðgengilegt upplýsinga- og fræðirit um allt sem við kemur hestum og hestamennsku. Þetta er ómissandi bók fyrir alla þá sem stunda hestamennsku, áhugafólk jafnt sem atvinnumenn.

Bókin kom fyrst út árið 2010 og hefur verið notuð í kennslu og í Reiðmanninum um langt skeið. Hún vakti mikla athygli á sínum tíma, hlaut einróma lof og var tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis. Bókin er löngu uppseld og er því nú endurútgefin.

„Hrossafræði á erindi til allra sem vilja fræðast um íslenska hestinn, bæði til gamans og ekki síður til gagns.“ Úr aðfaraorðum Þorvaldar Kristjánssonar hrossaræktarráðunautar

„Brautryðjandaverk og alhliða upplýsinga-, kennslu- og fræðirit fyrir leika og lærða á sviði hrossahalds og tamninga.“ Úr umsögn dómnefndar um viðurkenningu Hagþenkis

„Ingimar ritar afskaplega vandað mál sem heldur lesandanum föngnum … bók sem allir þeir sem eiga hesta, hafa áhuga á hestum eða eru með hross í hagagöngu ættu að eiga. [Það er] ómetanlegt að hann hafi sett hrossafræði sín í eina bók. Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið


Fleiri bækur