Hornauga
Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum. Í kjölfarið einsetti hún sér að kynnast föðurfólki sínu betur og heillaðist fljótlega af sögu formæðra sinna. Hún leitaði fanga í skjalasöfnum heima og erlendis, gróf upp áður óbirt einkabréf og umdeildar játningar. Í þessum stórmerkilegu konum fann hún hinn helminginn af sjálfri sér, í konum sem höfðu ýmsu áorkað en jafnframt misstigið sig illa og verið litnar hornauga.
„Mikið drama ... rígheldur ... stórkostlega vel skrifuð.“ Gísli Marteinn Baldursson, Vikan/Rúv
„Sennilega forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu þetta árið.“ Kolvinna Von Arnardóttir, Viljinn.is
„Flott.“ Sigurður G. Valgeirsson, Kiljunni
„Hugrökk.“ Kolbrún Bergþórsdóttir Kiljunni