Heilsubók Jóhönnu
Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Heilsubók Jóhönnu

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Hvernig getur þú aukið heilbrigði þitt, fyrirbyggt sjúkdóma, öðlast meiri orku og jafnvel dregið úr hraða öldrunar? Í þessari áhugaverðu bók fræðir Jóhanna Vilhjálmsdóttir þig um margvíslegar leiðir til betri heilsu og aukinna lífsgæða.

Í liprum og lifandi texta sýnir Jóhanna fram á hvernig þú getur stórbætt líf þitt með breyttu mataræði. Hún fjallar ítarlega um hina ólíku fæðuflokka, fitusýrur, vítamín, steinefni og fjölmargt annað á aðgengilegan hátt og vísar í niðurstöður fjölda rannsókna, bæði á sviði hefðbundinna og óhefðbundinna lækninga.

Jóhanna Vilhjálmsdóttir hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum. Hún hefur lengi starfað við fjölmiðlun þar sem hún hefur m.a. miðlað af þekkingu sinni um þessi mál.

Heilsubók Jóhönnu er sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja bæta líf sitt með aukinni vitund um mataræði og sjúkdóma og taka upp hollari lífshætti.

Heilsubók Jóhönnu er 344 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði kápu og Eyjólfur Jónsson braut hana um og hannaði útlit innsíðna. Bókin er prentuð í Ísafoldarprentsmiðju.


Fleiri bækur