Gleðilegt hár
Íris Sveinsdóttir

Gleðilegt hár

Fullt verð 990 kr 0 kr

Leyndarmálið bak við fallega hárgreiðslu getur átt sér ýmsar rætur.

Hér er að finna mikilvæg ráð og gagnlegar leiðbeiningar um hvernig þú getur fundið réttu greiðsluna sem hentar þínu andlitsfalli og þinni hárgerð. Og hvernig þú getur leikið þér með áferð og liti til að ná fram því sem þú óskar. Megináherslan er þó lögð á flottar hárgreiðslur fyrir öll tækifæri og allar hársíddir – ekki síst stutt hár.
 
Íris Sveinsdóttir hefur starfað við hárgreiðslu og hárgreiðslusýningar heima og erlendis og m.a. verið bæði í landsliði Íslands og Þýskalands í hárgreiðslu. Hún sló rækilega í gegn með bók sinni Frábært hár og er hér er mætt á ný með ferskan blástur í hárgreiðslur landsmanna.

Fleiri bækur