Gatið
Við lausn málsins leggja saman krafta sína Huldar lögreglumaður og sálfræðingurinn Freyja sem lesendur þekkja úr fyrri sögum Yrsu; Aflausn, Soginu og DNA en hún var valin besta íslenska glæpasagan 2014 og besta glæpasagan í Danmörku 2016.
Gatið er 350 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.
„Yrsa er með puttann á púlsinum … Gatið er vel skrifuð og úthugsuð glæpasaga og um leið glettin ádeila á hvernig tekið er á málefnum sem brenna á fólki um þessar mundir.“ **** Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„Dásamleg mennska og daglegt líf í bland við spennandi ráðgátu gera Gatið að sérdeilis vel heppnaðri spennusögu og ekki má gleyma launfyndninni sem aldrei er langt undan. … … Spennandi, vel fléttu› og skrifu› glæpasaga sem tæpir á knýjandi málum í samtímanum.“ **** Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu