Fyrirboðar, tákn og draumráðningar
Símon Jón Jóhannsson

Fyrirboðar, tákn og draumráðningar

Fullt verð 0 kr 0 kr

Bókaforlagið Veröld hefur gefið út bókina Fyrirboðar, tákn og draumar eftir Símon Jón Jóhannsson. Hvað merkir að dreyma mynd af elskhuga sínum? Hvaða vísbendingar um kyn barna koma fram á meðgöngu? Er varasamt að byrja á einhverju nýju á föstudögum? Hvað merkir talan sjö? Hvernig getum við ráðið í vísbendingar um fortíð okkar, nútíð og framtíð og túlkað það sem fyrir ber í vöku og draumi? 

Á degi hverjum reynum við að lesa út úr umhverfi okkar fyrirboða og tákn eða veltum fyrir okkur hvaða merkingu draumar fela í sér. Í þessari aðgengilegu uppflettibók er að finna skýringar á ótal fyrirbærum sem birtast okkur í daglegu lífi. Hér er fjallað um drauma og hjátrú og önnur óhefðbundin fræði á áhugaverðan og skemmtilegan hátt.

Þessi ómissandi handbók opnar lesendum sýn inn í heillandi veröld og ætti hún að höfða jafnt til ungra sem aldinna.

Símon Jón Jóhannsson hefur um árabil notið mikilla vinsælda sem höfundur aðgengilegra bóka um þjóðtrú Íslendinga. Hann hefur meðal annars sent frá sér Stóru hjátrúarbókina, Stóru draumaráðningabókina og Spádómabókina.

Fyrirboðar, tákn og draumar er 371 blaðsíða að lengd. Flash Gordon hannaði kápu, Eyjólfur Jónsson braut bókina um en hún er prentuð í Finnlandi. Leiðbeinandi útsöluverð: 4.990 krónur.


Fleiri bækur