Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson
Fíasól og litla ljónaránið
Fullt verð
3.500 kr
Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.
Gjörið svo vel: Fíasól og litla ljónaránið.