Eitt sinn GANGSTER, ávallt GANGSTER
Josh Bazell

Eitt sinn GANGSTER, ávallt GANGSTER

Fullt verð 0 kr 0 kr

Peter Brown er ungur læknakandídat. Með fortíð. Einn daginn staldrar hann við á leið til vinnu sinnar á sjúkrahúsi á Manhattan til að horfa á dúfu berjast við rottu og einhver hálfviti reynir að ræna hann. Sá hefði betur látið það ógert. En þetta slær tóninn fyrir daginn. Kunningi úr fortíðinni dúkkar til allrar óhamingju upp á spítalanum. Og hótar hefnd mafíunnar. Peter Brown hefur sólarhring til þess að bjarga kunningjanum og lífi sínu í leiðinni. Það væri kannski ekki óvinnandi vegur, ef kunninginn væri ekki með alvarlegt krabbameinn og Brown ósofinn, á örvandi lyfjum og umkringdur hálfvitum.  

Eitt sinn gangster, ávallt gangster er fyrsta bók höfundar. Hann er læknakandídat.

„Martröð þeirra sjúkdómahræddu en draumur hvers lesanda. Þegar ég hafði gleypt í mig sögu unglæknisins, vissi ég ekki hvort ég ætti að mæla með þessu ófyrirleitna byrjendaverki eða kæra fyrir læknamistök … alltof skemmtileg og subbuleg bók til að leggja hana frá sér. Passið ykkur að ánetjast ekki.“  - Washington Post Book World
 

„Ein skemmtilegasta, kraftmesta og fyndnasta bók sem ég hef lesið um langa hríð“ 
Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni

 

isbn: 978-9979-657-65-1
kápa: Flash Gordon
prentun: Oddi
ÞÝÐANDI: ARNAR MATTHÍASSON


Fleiri bækur