Ármann Jakobsson
Bókmenntir í nýju landi
Fullt verð
6.990 kr
Í bókinni er í máli og myndum fjallað um íslenskar bókmenntir frá landnámi til siðaskipta á nýstárlegan hátt og leitast við að opna þennan heillandi heim fyrir framhaldsskólanemum 21. aldarinnar. Áhersla er lögð á að tengja miðaldabókmenntirnar nútímanum auk þess sem höfundurinn tekur ýmislegt til umfjöllunar sem ekki hefur áður ratað inn í kennslubækur, svo sem erfið gamalmenni í Íslendingasögunum og fötlun guðanna.
Ármann Jakobsson hefur lokið doktorsprófi í íslenskum bókmenntum og verið afkastamikill fræðimaður. Hann starfaði sem framhaldsskólakennari um árabil en er nú dósent við Háskóla Íslands