Chicago
Alaa Al Aswany

Chicago

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Ástríður, trúmál, peningar og pólitík eru drifkraftarnir í þessari nýju skáldsögu Alaa al Aswany. Hér  segir frá lífi Egypta við nám og störf í læknadeild Háskólans í Illinois og Ameríkönum sem þeim tengjast. Persónugalleríið er fjölbreytt og höfundurinn dregur upp ljóslifandi mynd af flóknu og átakamiklu samspili tveggja menningarheima. Fyrst og fremst er þetta þó magnþrungin saga af örlögum fólks; vináttu og öfund, heiðri og metnaði, ástinni og dauðanum.

Al Aswany er menntaður tannlæknir, en námið stundaði hann í Chicago.Hann er víðlesinn dálkahöfundur í Egyptalandi og hefur verið harðurgagnrýnandi Mubaraks Egyptalandsforseta sem hefur verið við völd fráárinu 1981. Frægðin heldur vafalaust hlífiskildi yfir honum, í Kaíróhafa menn verið handteknir fyrir minni sakir. Áður hefur komið út hjá Bjarti bókinYacoubian-byggingin (2007).
 

„Vönduð saga úr hversdagslífinu … Jón Hallur Stefánsson þýðir bókina og verður að segjast að þýðingin er afbragðs vel heppnuð. Stíllinn er áreynslulaus og yfirvegaður, flæðandi og safaríkur. Þetta er bók sem hiklaust er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum og vönduðum skáldsögum úr hversdagslífinu.„ Ástvaldur Tryggavson, Eyjan.is

Þýðandi : Jón Hallur Stefánsson


Fleiri bækur