Andlit
Bjarni M. Bjarnason

Andlit

Fullt verð 7.000 kr 0 kr

„Telst með okkar bestu skáldævisögum,“ ritar Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur í eftirmála bókarinnar.

Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki. Saga full af húmor, trega og hlýju.

Andlit er saga full af húmor, trega og hlýju en umfram allt einstök lýsing á sérkennilegu lífshlaupi. Andlit kom fyrst út árið 2003 og „telst með okkar bestu skáldævisögum,“ eins og Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og fyrrum útgefandi, segir í eftirmála bókarinnar. Nú er þessi marglofaða bók gefin út á ný í aukinni útgáfu.

Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki; slöngukonu sem þjónað hefur heimsfrægum leikara, amerískum gúrú sem nærist á íslenskum sálum, Kleópötru sem hefur áhuga á lifnaðarháttum neðanjarðarskálda, sænskum lögreglumönnum sem finnast draumar grunsamlegir, taugatrekktum flugfreyjum og draugum af ýmsu tagi.

Bjarni M. Bjarnason hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dúnstúlkuna í þokunni.

„Skondin skáldævisaga – skemmtilega björt lýsing á bernsku á hrakhólum.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2

„Meistaratök.“ Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið

„Ein af albestu íslensku skáldævisögunum ... Hans meistaraverk, alveg dásamleg bók. Hún er um barn sem er einhvers kona villibarn, og það er ótrúlegt að þessi peni maður hafi orðið úr því, það hafi ræst svona úr honum.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljan.

„Algjör klassík.“ Egill Helgason, Kiljan


Fleiri bækur