Andköf
Ragnar Jónasson

Andköf

Fullt verð 3.990 kr 0 kr

Nokkrum dögum fyrir jól finnst ung kona látin undir klettum í Kálfshamarsvík, rétt norðan Skagastrandar, þar sem áður stóð þorp. 

Ari Þór Arason lögreglumaður fer á Þorláksmessu til að rannsaka málið og kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður.

 

Þeir fáu sem enn búa á staðnum virðast allir hafa eitthvað að fela og áður en jólahátíðin gengur í garð dynur ógæfan aftur yfir.

 

Ragnar Jónasson hefur vakið mikla athygli heima og erlendis fyrir bækur sínar. Andköf sýnir svo ekki verður um villst að hann er í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Íslendinga.

 

„Með sama áframhaldi eru engin takmörk fyrir því hve langt þessi snjalli höfundur getur náð á alþjóðavísu.“ Björn Ingi Hrafnsson, pressan.is

 

„Spennusaga eins og þær gerast bestar á Norðurlöndum.“ Oberhessische Presse (um Snjóblindu)

 

„Því ber að fagna, að það eru ekki aðeins turnarnir tveir, Yrsa og Arnaldur sem kunna listina að semja góða glæpasögu.“ Kristjón Kormákur, pressan.is

 

 

„Þarf Arnaldur konungur að fara að gæta að sér? Ungur maður hefur augastað á

krúnunni: Ragnar Jónasson …“ Barry Forshaw, Nordic Noir


Fleiri bækur