Aftenging
„Af og til síðustu daga hef ég lygnt aftur augunum og velt því fyrir mér hvort þessi ferð, þessi eyja og allt sem fylgdi, hefði ekki bara verið einn stór misskilningur …“
Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Á þessari eyðieyju hefur auðmaður byggt upp íburðarmikla aðstöðu þar sem gestir geta slakað á og aftengst snjallsímum og samfélagsmiðlum enda nær ekkert netsamband á eyjunni.
Barnlaus helgi í bústað með besta fólkinu, eins og Facebook-grúppa helgarinnar heitir, tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir fara að berast í gegnum stopult netsambandið um víðtækan gagnaleka í þjóðfélaginu.
Aftenging er fyrsta skáldsaga Árna Helgasonar; hvöss en glettin saga úr samtímanum um fólk sem baslar í sínu – og hvernig vináttu reiðir af á tímum þar sem tækin þekkja okkur betur en við sjálf og gleyma engu.