Óhugnanlegt morð er framið á nýju heilsuhóteli á Snæfellsnesi. Bærinn þar sem hótelið stendur reynist þekktur fyrir reimleika. Þóra Guðmundsdóttir er lögmaður eigandans sem liggur undir grun. Rannsókn hennar leiðir í ljós hörmulega atburði er áttu sér stað á bóndabænum fyrir mörgum áratugum en hafa legið í þagnargildi allar götur síðan.
Sér grefur gröf hefur setið á metsölulistum víða um heim og verið tilnefnd til alþjóðlegra glæpasagnaverðlauna. Þá hafa dómar heima og erlendis verið afar lofsamlegir og m.a. valdi Der Spiegel hana sem bók vikunnar þegar hún kom út í Þýskalandi. Hún var tilnefnd til Shamus-verðlaunanna í Bandaríkjunum árið 2010.
„Ein besta glæpasaga ársins í Bretlandi 2009.“ Independent
„Það er ekki oft sem maður rekst á glæpasögu sem er í senn hrollvekjandi og fyndin – og það er sannarlega ánægjuleg blanda.“ Spectator
„Fyndin, þétt og fullkomin skáldsaga.“ Independent
„Yrsa er tvímælalaust í hópi fermstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda.“ The Times