Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir (1963) er í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda, að mati breska stórblaðsins The Times. Yrsa vakti mikla athygli þegar hún sendi frá sér sína fyrstu glæpasögu, Þriðja táknið haustið 2005. Áður en sagan kom út á íslensku hafði útgáfurétturinn verið seldur víðar en dæmi voru áður um þegar um íslenskt verk er að ræða.