Ung stúlka ræðst til starfa á unglingaheimili á áttunda áratug liðinnar aldar en dvöl hennar þar á eftir að umbylta lífi hennar.
Þegar ungur maður fer löngu síðar að rannsaka starfsemi heimilisins taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans. En hvort eiga þeir rætur sínar að rekja til hörmunga sem dundu yfir unglingaheimilið eða sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári fyrr?
Sjálfstæður tryllir í anda verðlaunabókar Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem fer nú sigurför um heiminn og verður brátt kvikmynduð.
„Fléttan er býsna þétt … mun án efa kæta marga spennufíkla.“ EINAR FALUR INGÓLFSSON, MORGUNBLAÐINU
„Það er vandasamt að smíða góða draugasögu en hér tekst Yrsu betur upp en í Ég man þig … Á köflum er sagan æsispennandi og henni tekst að halda lesandanum í kitlandi óvissu. … Spennandi og áhrifamikil draugasaga.“ **** JÓN YNGVI JÓHANNSSON, FRÉTTABLAÐINU
„Enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig.“ SIGURJÓN SIGHVATSSON KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI SEM TRYGGT HEFUR SÉR RÉTTINN Á ÉG MAN ÞIG OG KULDA