Bryndís Björgvinsdóttir og Svala Ragnarsdóttir
Krossgötur
Fullt verð
3.999 kr
Tilboðsverð
6.999 kr
Íslensk þjóðtrú geymir fjölmargar frásagnir af ákveðnum siðum sem menn skulu viðhafa í umgengni sinni við álfa og huldufólk. Þessir siðir hafa haldist merkilega óbreyttir í gegnum aldirnar – að minnsta kosti sá hluti þeirra sem snýr að skilyrðislausri virðingu fyrir bústöðum álfa og huldufólks. Nú sem fyrr hafa slík bannhelg svæði áhrif á framkvæmdir manna, allt frá vegalagningu til byggingu sólpalla.
Í þessari bók eru fimmtíu og fjórir álfasteinar, huldufólksklettar, dvergasteinar og aðrir bannhelgir staðir um allt land, teknir til skoðunar í máli og myndum, um leið og hinn forni átrúnaður á nábýli mannfólks og yfirnáttúrulegra vætta er settur í samhengi við sögu, listir og fræði. Krossgötur er einstök lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á einni þekktustu þjóðtrú Íslendinga og þeim sýnilegu áhrifum sem hún hefur í borg og sveit.