Strákurinn í röndóttu náttfötunum - endurprentun
John Boyne

Strákurinn í röndóttu náttfötunum - endurprentun

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Bruno, sem er níu ára þýskur drengur í síðari heimsstyrjöld, veit ekkert um helförina eða grimmdarverk landa sinna erlendis. Dag einn flytur fjölskyldan úr notalegu húsi þeirra í Berlín og upp í sveit þar sem hann hefur engan til að leika við.
Þar kynnist hann Shmuel; strák sem lifir undarlegu lífi handan girðingar og klæðist þar að auki röndóttum náttfötum – eins og allir aðrir hinum megin gaddavírsins. En vinátta Brunos og Shmuels á eftir að draga dilk á eftir sér og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Bókin hefur verið hlaðin lofi um víða veröld og nægir þar að nefna að Guardian sagði að þetta væri “undraverð skáldsaga”, USA Today að hún væri “kraftmikil og hrífandi” og gagnrýnandi Irish Independent komst svo að orði: “Þessi bók er svo einföld, svo áreynslulaus að hún nálgast fullkomnun. Ég sat eftir með tárin í augunum.”

Áslaug Agnarsdóttir þýddi.


Fleiri bækur