Harry Potter og fanginn frá Azkaban myndskreytt
J.K. Rowling

Harry Potter og fanginn frá Azkaban myndskreytt

Fullt verð 7.500 kr Tilboðsverð 9.999 kr

Glæsileg útgáfa af þriðju bókinni um Harry Potter. Bókin er í stóru broti og fagurlega myndskreytt af Jim Kay. 


Hættulegasti fangi allra tíma, Sirius Black, gamall félagi Voldemorts, hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi Azkaban – og virðist vera að leita uppi Harry Potter. Harry og vinir hans, Ron Weasley og Hermione Granger, mega því búast við hinu versta nú þegar þau hefja þriðja árið sitt í Hogwarts-skólanum. Af þessum ástæðum eru svokallaðar vitsugur sendar til að gæta Hogwarts, skelfilegar verur sem eru á sveimi um skólalóðina og soga sálirnar úr mönnum. Og í fyrsta tímanum sér Trelawney prófessor fyrirboða um dauða í telaufum Harrys.

„Þetta er einstaklega fallega unnin bók. Teikningarnar hrein listaverk, pappírinn vandaður og brotið stórt og viðamikið. Þetta er ein af þessum bókum sem maður flettir með andakt því nýtt ævintýri bíður á hverri síðu. ... vegleg og skemmtileg gjöf handa Harry Potter-aðdáendum á öllum aldri.“ Steingerður Steinarsdóttir, Vikunni


Fleiri bækur