Sagan af barninu sem hvarf
Elena Ferrante

Sagan af barninu sem hvarf

Fullt verð 2.500 kr 0 kr

Sagan af barninu sem hvarf er lokabindi fjórleiks Elenu Ferrante sem gerist í Napóli. Bálkurinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hann fjallar um vinkonurnar Lilu Cerullo og Elenu Creco og flókna vináttu þeirra allt frá uppvextinum í einu af fátækari hverfum Napólí á sjötta áratugnum til fullorðinsára. Elena, sem segir söguna, fetar menntaveginn en Lila styttir sér leið um giftingu til fjár. Í bakgrunni eru hinar miklu þjóðfélagsbreytingar á seinni hluta 20. aldar sem hafa áhrif á líf þeirra og vina þeirra. Þetta eru sögur um djúpa vináttu og flóknar kenndir, umbreytingar, lífsviðhorf, æðruleysi og örvæntingu.

Í þessu lokabindi fjórleiksins hafa Lila og Elena náð fullorðinsaldri en vináttan heldur enn. Elena hefur flúið hinn harða heim bernsku þeirra í Napólí, gift kona í Flórens, hefur eignast fjölskyldu og skrifað nokkrar bækur sem hafa fengið góðar viðtökur. Nú kemur hún hins vegar aftur til Napólí til að vera með manninum sem hún hefur alltaf elskað. Lila er aftur á móti umsvifamikil athafnakona og komin til áhrifa í þeim heimi glæpa, karlrembu og klíkuskapar sem þær eitt sinn báðar fyrirlitu.

Röð bókanna í Napólíbálknum er þessi: Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf. Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi allar úr ítölsku.

„Napólí-sögurnar eru hreint snilldarverk“ Los Angeles Times
„Ein blæbrigðaríkasta lýsing á vináttu tveggja kvenna sem ég hef nokkurn tíma lesið“ Vogue


Fleiri bækur