Glæpir
Ferdinand von Schirach

Glæpir

Fullt verð 990 kr 0 kr

Ferdinand von Schirach er þýskur stjörnulögfræðingur á fimmtugsaldri. hann hefur sótt og varið mál fyrir þýskum dómstólum í rúm tuttugu ár. Í GLÆPUM segir hann sögur af ótrúlegumafbrotum, sérkennilegum refsingum og skrýtnum örlögum fólks sem hann hefur kynnst í starfi sínu. Sögurnar kunna að vera  ótrúlegar, en þær eru sannar. 

Hvernig stendur á því að maður sem drepur eiginkonu sína með öxi fær vægustu refsingu? Hvað verður um ólánlega smákrimma sem brjótast inn hjá japönskum auðjöfri og grípa óvart með sér 
mörg hundruð ára ættardjásn? Hver er saga bankaræningjans sem allir hafa samúð með, líka gjaldkerinn sem varð fyrir barðinu á honum. 

Bókin hefur verið metsölubók í Þýskalandi síðan hún kom út árið 2009, hefur verið seld til 30 landa og verður brátt kvikmynduð. 

„Stórkostlegt byrjendaverk, grípandi frá fyrstu síðu og slær enga feilnótu.“
Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung

Þýðandi er Bjarni Jónsson


Fleiri bækur