Blóðbönd
Roslund & Thunberg

Blóðbönd

Fullt verð 2.300 kr Tilboðsverð 3.400 kr

Fjórtán ára gamall drengur hreinsar blóði drifna forstofuna heima hjá sér eftir faðir hans hefur misþyrmt móður hans. Hann þarf nú að sjá um yngri bræður sína tvo á meðan faðirinn situr í fangelsi og móðirin liggur á spítala. Neyðin rekur hann út í fyrsta ránið sem hann fremur. Og þau eiga eftir að verða fleiri. 

Mörgum árum síðar er honum sleppt úr fangelsi. Hann hefur greitt skuld sína við samfélagið - en hann á sér draum: að framkvæma hið fullkomna ráð og komast yfir gífurlega fjármuni. Sér til halds og trausts hefur hann bróður lögreglumannsins sem kom honum í fangelsi. Æsispennandi atburðarás fer af stað - en margt fer á anna veg en hann hafði hugsað sér. 

Stórkostleg spennusaga úr smiðju þeirra Roslunds og Thunbergs sem hlutu fjölda viðurkenninga fyrir bók sína Dansað við björninn en hún var m.a. tilnefnd til The International Daggar Award sem besta evrópska spennusagan.


Fleiri bækur