Þormóður Torfason: Dauðamaður og dáður sagnaritari
Bergsveinn Birgisson

Þormóður Torfason: Dauðamaður og dáður sagnaritari

Fullt verð 3.800 kr Tilboðsverð 6.000 kr

Ungur Íslendingur er sendur til að safna öllu sem hann kemst yfir á Íslandi af gömlum handritum og sögum og fara með til kóngsins í Kaupmannahöfn. Þetta er upphaf óvenjulegrar og spennandi sögu um ástríðu og forneskju, morð og skipbrot. En líka sagan af því hvernig vitneskja okkar og fróðleikur um víkingatímann varðveittist – og mátti oft litlu muna.

Sagnaritarinn Þormóður Torfason fæddist árið 1636. Hann naut m.a. handleiðslu Hallgríms Péturssonar skálds, heillaðist ungur af fornum fræðum, varð lagsbróðir og vinur Árna Magnússonar og dvaldi við skriftir í Kristjánsborgarhöll í skjóli Danakonungs. Síðar settist hann að í Noregi þar sem hann varð einn afkastamesti sagnaritari síns tíma – en var líka dæmdur til dauða fyrir að verða manni að bana.

Bergsveinn Birgisson skrifar sögu Þormóðs með sömu aðferð og hann beitti í hinni rómuðu bók Leitin að svarta víkingnum. Hann er líka þekktur fyrir vinsælar skáldsögur sínar, m.a. Svar við bréfi Helgu og Lifandilífslæk. Hann var nýverið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen, ekki síst fyrir að „miðla norrænum menningararfi til almennra lesenda.“

★★★★„Einstaklega vel skrifuð og skemmtileg bók.“ Sölvi Sveinsson, Morgunblaðinu

„Bergsveinn er snjall ... mikilvægt verk.“ Elín Hirst, Fréttablaðinu

„Frásagnarháttur Bergsveins er í senn sannfærandi og frjálslegur, og oft fyndinn. ... hrífandi ... [færir] lesendum lifandi og skemmtilega frásögn.“ Sölvi Halldórsson, Víðsjá


Fleiri bækur