Norðlingabók 1 og 2
Hannes Pétursson

Norðlingabók 1 og 2

Fullt verð 9.990 kr 0 kr

Hannes Pétursson er löngu landskunnur sem eitt helsta ljóðskáld þjóðarinnar og hefur stundum verið kallaður síðasta þjóðskáldið. Jafnhliða ljóðlistinni hefur Hannes samið fræðirit og greinar, ferðasögur og fengist við þýðingar. Ekki síst hefur Hannes lyft hinum þjóðlegu sagnaþáttum upp á nýtt listrænt stig. Úr heimildum og sögnum hefur hann glætt minnisverðar frásagnir nýju lífi með orðsnilld sinni og stílfimi.
Hannes hefur síðustu misserin endurskoðað alla sagnaþætti sína, yfirfarið þá og leiðrétt og fært ,,textann nær þeim stílsmekk, eða sérvizku, sem ég bý við núna þegar ég kveð til fulls þessi fræði“, eins og skáldið skrifar sjálft að bókarlokum.
Í Norðlingabók birtast þættir í endanlegri mynd skáldsins. Fyrra bindið geymir frásagnir sem áður birtust í þriggja binda safninu Misskipt er manna láni og í síðara bindinu má finna hið magnaða Rauðamyrkur og heimildaþætti og fróðleiksgreinar úr bókinni Frá Ketubjörgum til Klaustra og þar hefur Hannes bætt talsverðu við, sem ekki hefur áður birst á einum stað.

Bjartur gefur Norðlingabók út í samvinnu við Opnu.


Fleiri bækur