Kokkáll
Örn, sem er sætur og vinnur á auglýsingastofu, býður kærustunni sinni, Hrafnhildi, í helgarferð til Chicago að fagna óvænt batnandi skuldastöðu sinni. Þar verður á vegi þeirra hinn hörundsdökki og stimamjúki Tyrone, og ekkert verður aftur samt. Þegar saman við blandast æskuvinir Arnar, hin þroskahamlaða Andrea og þverhausinn Hallur, verður úr eldfimur kokkteill sem hlýtur að springa með hvelli.
Kokkáll er kraftmikil og skemmtileg samtímasaga, á köflum harðsoðin en alltaf húmorísk, þar sem Dóri DNA lýsir af hispursleysi samskiptum kynjanna, spennu milli kynþátta og ættgengum harmi kynslóðanna, án þess að líta framhjá aflinu sem býr í einlægri vináttu.
„[Dóri DNA] fær lesandann til að taka andköf, tárast úr hlátri, gráta af vanlíðan og yggla sig.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Ragnhildur Þrastardóttir, Morgunblaðinu
„Fyndin og skemmtileg“ Guðrún Baldvinsdóttir, Kiljunni
„Mjög flott.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljunni
„Ljómandi skemmtilegt að lesa þessa bók.“ Egill Helgason, Kiljunni
„Einstaklega vel heppnuð og fjallar um undarlegt tilfinningalíf mannskepnunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt. ... Hugmyndin að sögunni er frumleg og skemmtileg og atburðarásin er fremur ófyrirsjáanleg sem heldur lesandanum við efnið. ... Frábær frumraun í skáldsagnagerð. Lauflétt frásögn sem tekur þó á stórum spurningum um eðli mannsins.“ ⭐️⭐️⭐️1/2 Óttar Kolbeinsson Proppé, Fréttablaðinu
„Ófráleggjanleg.“ Þórarinn Eldjárn
„Frábær ... Hún er miklu betur skrifuð, beittari, en mikið af þessum samfélagskrítísku djammsögum sem maður les – og það er samtímis í henni meiri mýkt og lífrænni bygging. Aðalsöguhetjur bókarinnar eru bæði ljóslifandi og í sjálfu sér ótýpískar, þótt staða þeirra í samfélaginu sé kunnugleg – séu þær klisjur þá sigrast Dóri á klisjueiginleikum þeirra, þær verða einstakar.“ Eiríkur Örn Norðdahl, Fjallabaksleiðin
„Gat ekki slitið mig frá henni. Kokkáll er frábær skáldsaga. Magnaður persónur, stórkostlegar lýsingar og bæði fyndin og hryllileg í senn. Mæli heilshugar með þessari bók.“ Ari Eldjárn
„Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel yfir íslenskri skáldsögu.“ Hallgrímur Helgason