Fólkið frá Öndverðu óttast ekki
Shani Boianjiu

Fólkið frá Öndverðu óttast ekki

Fullt verð 0 kr 0 kr

Æskuvinkonurnar Avishag, Lea og Yael alast upp í smábæ í Ísrael. Vandamál þeirra eru kunnugleg: Prófstress, partístand, farsímasamband og fyrsta ástin, vinslit og vinkvennaleyndarmál. En þær – eins og aðrir – búa við stöðuga stríðsógn sem markar líf þeirra.

Þegar stelpurnar þrjár eru kvaddar í herinn breytist líf þeirra með ófyrirsjáanlegum hætti, þótt reynsla þeirra sé ólík á þessum mótunarárum. En hvenær verður ógnin að veruleika? Hvenær dynja ósköpin yfir?

Shani Boianjiu er fædd árið 1987  í smábæ í Galíleu og var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu. Þetta er hennar fyrsta skáldsaga og hefur hún vakið heimsathygli.

Jón Hallur Stefánsson þýddi.