Rachel Joyce

Rachel Joyce

Rachel Joyce er höfundur alþjóðlegu metsölubókarinnar Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry, sem var tilnefnd til Commonwealth Book Prize og til Man Booker verðlaunanna 2012, auk þess sem hún hlaut Specsavers National Book Awards New Writer of the Year 2012. Rachel Joyce býr í Gloucestershire með eiginmanni sínum og fjórum börnum.

Rachel Joyce er gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september 2013.