Istanbúl, Istanbúl
Burhan Sönmez

Istanbúl, Istanbúl

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Istanbúl var borg með milljón klefum og einn klefi var öll Istanbúl.


Undir yfirborði hinnar töfrum slungnu borgar, í klefa fjörutíu, hírast fjórir fangar. Þar skiptast neminn Demirtay, læknirinn, rakarinn Kamo og Küheylan frændi á sögum um borgina fyrir ofan til að drepa tíma, hughreysta hver annan og dreifa huganum. Þess á milli sæta þeir pyntingum yfirheyrslumanna sem svífast einskis til að toga upp úr þeim óljós leyndarmál en um leið og þeim er skilað aftur í klefa fjörutíu víkur sársaukinn fyrir dagdraumum og minningum um lífið fyrir ofan, Istanbúl og íbúa hennar.
Istanbúl, Istanbúl er heillandi og upplyftandi saga um mátt ímyndunaraflsins andspænis mótlætinu.


Burhan Sönmez er tyrkneskur verðlaunahöfundur og fyrrum pólitískur fangi. Hann hefur vakið mikla athygli um allan heim. Istanbúl, Istanbúl kom upphaflega út 2015, ári áður en misheppnað hernám skildi þessa einstöku borg eftir í pólitískri óeirð og örvæntingu.
Skemmtileg en um leið hyldjúp saga. Þrátt fyrir þá hræðilegu hluti sem hún lýsir er hún umfram allt eitt: ástarjátning til borgarinnar Istanbúl.“


NDR KULTUR
Stórkostleg uppgötvun – mæli eindregið með henni.“
LIBRARY JOURNALamazon.de


Sígilt meistaraverk.“
The Wire


Fleiri bækur