Grænmetisætan
Han Kang

Grænmetisætan

Fullt verð 4.000 kr 0 kr

Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún m.a.hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2017 og hlaut mikið lof. Meðal annars völdu bóksalar hana sem bestu þýddu skáldsögu ársins. Han Kang var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sama ár. Grænmetisætan er nú endurútgefin í tilefni af Nóbelsverðlaunum höfundar.

„Mögnuð og krefjandi skáldsaga sem á brýnt erindi við samtíma okkar og hugmyndaheim.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Magnús Guðmundsson, Fréttablaðinu

⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Morgunblaðinu

„Bókin hafði sláandi áhrif, á einhvern óútskýranlegan hátt. Hrá en fögur, ofbeldisfull og hrífandi, ljóðræn og beitt.“ Auður Jónsdóttir, Heimildinni

„Eitt af mikilvægari bókmenntaverkum ársins 2017.“ Gauti Kristmannsson, Rás 1

„Ég dýrka það þegar bækur hreyfa við tilfinningum mínum og koma mér svona duglega á óvart. Þessi bók vakti upp alls konar tilfinningar; máttleysi, reiði, forvitni og undrun.“ Katrín Lilja, Lestrarklefinn.is

 


Fleiri bækur