
Eva Rún Snorradóttir
Heimsendir fylgir þér alla ævi
Fullt verð
990 kr
Eva Rún Snorradóttir er fædd árið 1982 og uppalin í Reykjavík. Hún skartar einni gráðu: BA gráðu í Leiklist – fræði og framkvæmd, frá Listaháskóla Íslands.
Undanfarin ár hefur hún fengist við rannsóknir á eðlileikanum með Framandverkaflokknum Kviss búmm bang. Heimsendir fylgir þér alla ævi er hennar fyrsta bók.
Það er laugardagskvöld
og yfir tveimur unglingsstúlkum
stendur miðaldra faðir
á nærbuxunum
og heldur fyrirlestur
um raunveruleikann.