Fleiri bækur

Óstöðvandi skilaboð
Ásdís Óladóttir

Óstöðvandi skilaboð

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

„Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík.“ Vigdís Grímsdóttir


Örfínn þráður

og ég sauma saman

augnlok,

slitnar taugar, 

varir sem snerta

varir mínar,

tvö flöktandi hjörtu

sem vaxa

sitt í hvora áttina,

leggi og tuttugu tær.

Brjóst sauma ég 

saman við brjóst,

maga við maga

og hugsanir 

sem mætast

í rafmagnaðri

birtunni.


Fleiri bækur