Á asklimum ernir sitja
Matthías Johannessen

Á asklimum ernir sitja

Fullt verð 3.000 kr Tilboðsverð 5.500 kr

Í þessari djúpvitru og einlægu bók tekst skáldið Matthías Johannessen á við samtímann og yrkir kunnugleg stef, um ást, söknuð, umhverfi, fugla, feigð – og von.

Matthías hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð íslenskra skálda.

sólarfalli

 

Vestansólin vefur mig

að vinalegum faðmi sínum

þetta faðmlag minnir mig

á mjúkan koss af vörum þínum.

 

Þegar sólin síðan fer

að sumarköldum vetrarslóðum

er það eins og október

og örlög sem við hiklaust tróðum

 

Haustið fer að huga mínum,

hvítna fjöll og roðna tindar.

fuglar drekkja sorgum sínum

og sortna vindar. 

 

 

Vetri fylgja frost og hríðar

og feigðin síðar.


Fleiri bækur