Kristín Tómasdóttir & Bjarni Fritzson
Strákar
Fullt verð
990 kr
Stundum er stuð að vera strákur en stundum er það bölvað óstuð.
Hvernig á maður að vera og hvernig á maður ekki að vera?
Í þessari fróðlegu uppflettibók er fjallað um líf íslenskra stráka frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum: fjármál og fjölskyldan, stelpur og staðalímyndir, kynlíf og mataræði, tölvur og tilfinningar. Hér er með öðrum orðum að finna upplýsingar um allt það helsta sem strákar eru að kljást við í sínu daglega lífi. Textinn er í senn
aðgengilegur, ágengur og einlægur.
Kristín Tómasdóttir hefur um árabil unnið að æskulýðsmálum og er höfundur þriggja metsölubóka fyrir unglingsstelpur. Bjarni Fritzson hefur lokið prófi í sálfræði, auk þess að vera atvinnumaður og þjálfari
í handbolta – og m.a. leikið með íslenska landsliðinu.