Obbuló í Kósímó: Nammið
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson

Obbuló í Kósímó: Nammið

Fullt verð 2,000 kr Tilboðsverð 2,600 kr

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Eru sumir dagar leiðinlegir? Gleymir fólk að sækja börn í leikskólann? Er hollt að troða í sig miklu nammi? Spurningunum er svarað í þessari bók.

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir.

Hann á þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn. Bessi er stóri bróðir. Samt er Obbuló miklu stærri. Hún er risabarn og stærri en allir, sem er auðvitað vitleysa.

En þetta segir hún nú samt.

Dinna og Dóri (Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson) búa til bækurnar um Obbuló. Þau eru verðlaunagrísir, hafa skrifað og teiknað marga kílómetra af allskonar sögum, meðal annars bjuggu þau til sjálfa Fíusól.

„Þetta eru svo fyndnar bækur!“ Vilborg Davíðsdóttir


Fleiri bækur