Louisa Clark lifir tilbreytingarsnauðu lífi, vinnur á flugvallarbar og fylgist með fólki á leið út í heim. Hún hefur enn ekki jafnað sig á því að hafa misst ástina í lífi sínu – en skyndilega fer veruleiki hennar á hvolf. Er unglingsstúlkan sem birtist á tröppunum hjá henni með svörin sem hana skortir eða enn fleiri spurningar?
Eftir að þú fórst er sjálfstætt framhald bókarinnar Ég fremur en þú en báðar þessar bækur hafa farið sigurför um heiminn og setið í efstu sætum metsölulista.
„Hlý saga. Kemur róti á tilfinningarnar og endurnýjar traust manns á ástinni.“ Sunday Express
„Fullkomin snilld.“ Sun
„Fyndin, sorgleg og lærdómsrík. Þú munt nota vasaklút sem bókamerki.“ Mail on Sunday
„Snilldarleg flétta og sögupersónur sem maður verður ástfanginn af. Sorgleg og fyndin – eiginlega fullkomin.“ Glamour
Eftir að þú fórst er 429 blaðsíður að lengd. Herdís M. Hübner þýddi, Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Eistlandi.