Útsýni
Guðrún Eva Mínervudóttir

Útsýni

Fullt verð 3.800 kr Tilboðsverð 6.000 kr

Sigurlilja er ung kona „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar. Þegar Teresa frænka hennar á Bakkafirði deyr kemur í hennar hlut að fara þangað norður og ganga frá dánarbúinu. Þá kemur í ljós að allir hafa eitthvað að fela – og sýna.
Útsýni er áhrifamikil saga um margvíslegt fólk sem hvert um sig glímir við tilvist sína, skrifuð af þeirri sérstæðu stílgáfu, næmi og mannlegu hlýju sem lesendur þekkja úr fyrri verkum Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Síðasta bók hennar, Aðferðir til að lifa af, var tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

„Hlý, djúp og tær.“ Sölvi Halldórsson, Víðsjá

„Í bókinni fléttast því hið yfirnáttúrulega og hið náttúrulega saman í skemmtilega frásagnarfléttu sem heldur lesandanum grettistaki. ... Persónusköpunin er því afar vel heppnuð og trúverðug og endurspeglar mannflóru samtímans á raunsæan hátt. ... syngur í eyrum lesanda.“ ★★★★ Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Morgunblaðinu

„Mjög heillandi ... mjög áhrifarík bók.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljunni

„Mjög fín bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Guðrún Eva hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn besti skáldsagnahöfundur sem skrifar á íslensku ... Sagan er frábærlega skrifuð og stíllinn fjölbreyttur, allt frá hraðri frásögn yfir í ljóðrænar og oft glæsilegar setningar þar sem sögumaður veltir vöngum yfir hlutskipti sínu og okkar allra.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ Jón Yngvi Jóhannsson, Stundinni

 


Fleiri bækur