
Ferdinand Jónsson
Í úteyjum
Fullt verð
1.990 kr
Í úteyjum er önnur ljóðabók Ferdinands Jónssonar sem starfar sem geðlæknir í London. Fyrsta ljóðabók hans, Innsævi, hlaut sérlega góðar viðtökur og lofsamlega dóma.
„Bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur.“
Védís Skarphéðinsdóttir, Lbl. (um Innsævi)
Í úteyjum er 60 blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði kápu, Eyjólfur Jónsson hannaði innsíður og braut um. Bókin er prentuð hjá Leturprenti.
rís
og hnígur
landið
innra
í úteyjum
örn
í húmi
flýgur
einn
í augum
dvelur
flóðs
og fjöru
gætir
þú